Með því að leggja inn pöntun hjá Z-brautum samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála:
Pöntun er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist.
Kaupandi getur inn greiðslu af hendi með kreditkorti og millifærslu.
Allar kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Valitors (Valitor.is)
Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning Z-brauta innan 3 tíma frá kaupum. Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma fer vara / vörur aftur í sölu.
Reikningsnúmer: 0113-26-028828
Kennitala: 640478-0399
Kvittun fyrir greiðslu skal senda á [email protected] Pöntunarnúmer þarf að fylgja með í skýringu
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Á álagstímum má búast við að afreiðslutími pantana lengist.
Hægt er að velja að sækja pöntun eða fá sent.
Sendar pantanir fara fram með Íslandspósti, stærri pantanir eru sendar áfram með landflutningi og gilda afhendinga-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar.
Z-brautir ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningum frá flutningsaðila. Verði vara fyrir tjóni frá því hún er send frá Z-brautum til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Þegar valið er að fá vöruna heimsenda, í póstbox eða á næsta pósthús er sendingartími að jafnaði 1-3 virkir dagar eftir að hún hefur verið afgreidd af Z-brautum. Sendingartími getur verið mismunandi eftir heimilisfangi kaupanda.
Einnig má sækja pantanir til okkar í Faxafeni 14 daginn eftir að pöntun berst nema annað sé tekið fram við pöntun.
Z-brautir áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða að hætt hafi verið að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Opnunartími Z-brauta er alla virka daga frá 10:00-18:00 og laugardaga frá 11:00-15:00.
Lokað er á laugardögum í júní-september.
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Þetta á ekki við um sérsniðnar vörur.
Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja. Eftir að varan er móttekin er gengið frá endurgreiðslu. Þetta á ekki við um sérsniðnar vörur.
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leyti er vísað til laga um neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Vinsamlegast athugið að vöruverð getur breyst án fyrirvara.
Z-brautir heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Með því að skrá þig á póstlista Z-brautar samþykkir þú að fá sendar upplýsingar um nýjar vörur og tilboð. Netföngin eru trúnaðarupplýsingar og eru undir engum kringumstæðum afhent þriðja aðila. Óski viðskiptavinur eftir að vera tekinn af póstlista skal fylgja leiðbeiningunum neðst í emailinu eða senda email á [email protected]
Z-brautir áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Z- Brautir
Faxafen 14, 108 Reykjavík
525-8200
[email protected]
Opnunartímar:
Mánud-föstud. 10-18
Laugadaga 11-15
Z-brautir & Gluggatjöld
Kt. 640478-0399
Bankaupplýsingar
0113-26-028838
Faxafen 14
108 Rvk
s: 525-8200
Tölvupóstur: [email protected]
Vefsíðugerð og vefhönnun: Basic Markaðsstofa