fbpx

um okkur

Verslunin Z-brautir & gluggatjöld hefur áunnið sér virðingu og gott orðspor fyrir einstaka þjónustu á sínu sviði. Auk þjónustu við einstaklinga leggjum við áherslu á heildarlausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Verslunin var stofnuð árið 1966 af hjónunum Theodóri Marinóssyni og Magdalenu Sigríði Elíasdóttur. Þá var 1.hæð við Síðumúla tekin á leigu, þar var sett upp lítið afgreiðsluborð sem og lítil verksmiðja þar sem samsetning gluggatjaldabrauta fór fram. Nokkrum árum síðar fór fyrirtækið að flytja inn gluggatjaldaefni og fluttu þau þá í húsnæði á Skúlagötu 61. Verslunin hafði síðan lengi aðsetur í Ármúla 42 eða til ársins 1988, en fluttu þá í sitt eigið húsnæði í Faxafeni 14, þar sem hún er enn til húsa.

Í verslun Z-brauta er að finna gríðarlegt úrval af öllum tegundum gluggatjaldaefna. Allt frá rúllum og strimlum upp í rafdrifin gluggatjöld af fullkomnustu gerð. Þar eru einnig fáanleg handklæði, sængurfatnaður, dúkar og annarskonar gjafavara í miklu úrvali. Í versluninni er sérhæft afgreiðslufólk sem sinnir öllum viðskiptavinum af mikilli kostgæfni og þjónustulund.

Eigendur og rekstraraðilar Z-brauta í dag eru þau Guðrún Helga Theodórsdóttir og Jón Hilmarsson.

Nú hafa Z-brautir haft yfirumsjón á heildarlausnum fyrir mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, t.d. Nýherji, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Össur, Actavis, KPMG, Nordica Hotel, Hilton, Sand Hotel og í fjölmörgum skólum og stofnunum landsins.

Þessi vefsíða notar vefkökur (cookies) til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vefkökur.